Fjórir félagar [1] (1943-47)

Söngkvartett, Fjórir félagar, starfaði á árunum 1943 til 47 í Reykjavík en meðlimir hans höfðu áður verið skólafélagar í Menntaskólanum á Akureyri. Það voru þeir Sverrir Pálsson, Þorvaldur Ágústsson, Eyþór Óskar Sigurgeirsson og Magnús Árnason sem skipuðu kvartettinn sem stofnaður var haustið 1943, Guðmundur Ámundason tók síðan við af þeim síðast talda en allir voru…

Gulla Vala & tillarnir (1997)

Gulla Vala & tillarnir var tónlistarhópur eða hljómsveit sem kom fram með tónlistaratriði á tónleikum í Norðurkjallara Mennaskólans við Hamrahlíð snemma árs 1997, þeir tónleikar voru síðan hljóðritaðir og gefnir út á plötunni Tún um vorið. Meðlimir Gullu Völu & tillanna voru þau Gunnlaug Þorvaldsdóttir söngkona, Kári Esra Einarsson gítarleikari, Valgerður Einarsdóttir saxófónleikari, Viðar Örn…

Geimverur í lautarferð (um 1995)

Hljómsveit starfaði á Kirkjubæjarklaustri, líkast til um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir nafninu Geimverur í lautarferð, og var hún skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Geimveranna voru þeir Vignir Snær Vigfússon gítarleikari, Magnús Árnason [?], Valdimar Gunnarsson [?] og Fjalar Hauksson trommuleikari, hér er giskað á að Vignir hafi sungið í sveitinni. Óskað er eftir frekari…