Afmælisbörn 28. júlí 2021

Í dag eru á skrá Glatkistunnar níu tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og tveggja ára gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Stofnþel (1970-75)

Sögu hljómsveitarinnar Stofnþels má skipta í tvö tímabil, raunar má tala um tvær sveitir sem báðar störfuðu stutt. Fyrri sveitin var stofnuð sumarið 1970 og hafði að geyma þá Sævar Árnason gítarleikara, Herbert Guðmundsson söngvara, Kristmund Jónasson trommuleikara, Magnús Halldórsson orgelleikara og Gunnar Hermannsson bassaleikara. Þessi fyrri útgáfa sveitarinnar starfaði einungis til jóla sama ár…