Miðaldamenn (1970-2014)
Hljómsveitin Miðaldamenn er ásamt Gautum þekktasta hljómsveit Siglfirðinga en hún hefur starfað með hléum frá 1970. Fjöldi manna og kvenna hafa farið í gegnum þessa sveit og hún hefur sent frá sér fáeinar plötur. Miðaldamenn voru stofnaðir haustið 1970 og voru upphaflegir meðlimir hennar Bjarki Árnason, Þórður Kristinsson, og Magnús Guðbrandsson en Sturlaugur Kristjánsson bættist…

