Afmælisbörn 29. febrúar 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum hlaupársdegi: Arnar Freyr Frostason rappari (Úlfur úlfur) er þrjátíu og sex ára gamall á þessu sjaldséða degi dagatalsins. Hann hefur verið töluvert áberandi í rappsenunni síðastliðin ár og þekktastur fyrir framlag sitt með rappsveitinni Úlfi úlfi en hann var einnig meðal meðlima hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs sem…

Stæner (1998-99)

Hljómsveitin Stæner (einnig ritað Steiner) úr Hafnarfirði sigraði Músíktilraunir vorið 1998 en ólíkt flestum sigurvegurum keppninnar á þeim árum rættist lítið úr sveitinni og hún dó drottni sínu um ári síðar. Stæner var stofnuð í Hafnarfirði fáeinum vikum áðu en hún keppti í Músíktilraunum en þar komst sveitin í úrslit á atkvæðum dómnefndar. Í úrslitum…

Siferlæs (1997)

Hljómsveitin Siferlæs starfaði í Hafnarfirði árið 1997 og kom þá m.a. fram á tónleikum í tengslum við listahátíð ungs fólks í bænum. Ekki finnast ítarlegar upplýsingar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Magnús Leifur Sveinsson gítarleikari og Kristján Hafsteinsson bassaleikari sem síðar voru í hljómsveitinni Stæner (og sigraði Músíktilraunir 1998) voru í þessari…