Hljómsveit Örlygs Haraldssonar (1960-61)

Hljómsveit Örlygs Haraldssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61, og lék þá að minnsta kosti einu sinni á skemmtun innan skólans. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Leifur Gunnarsson trommuleikari, Magnús Sigurðsson söngvari og Örlygur Haraldsson píanóleikari og hljómsveitarstjóri.jó

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn (1991-)

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn hefur verið starfandi með hléum allt frá árinu 1991 en gekk fyrstu árin undir nafninu Hinir demonísku Neanderdalsmenn. Sveitin hefur sent frá sér plötu og lög á safnplötum. Sveitin var stofnuð í Keflavík árið 1991 og gekk sem fyrr segir undir nafninu Hinir demónísku Neanderdalsmenn, tónlist sveitarinnar hefur verið skilgreind sem pönk…

Svartigaldur (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Svartigaldur var meðal flytjenda á safnplötunni Lagasafnið 6 sem kom út árið 1997 en sveitin átti þar eitt lag – 17 milljón möguleikar. Óvíst er hvort þessi hljómsveit var í raun starfandi eða einvörðungu sett saman fyrir upptökur á laginu sem var eftir Magnús Sigurðsson en hann átti einnig textann. Sjálfur…

Vonlausa tríóið (1989-92)

Vonlausa tríóið starfaði um nokkurra ára skeið í Keflavík og urðu jafnvel svo frægir að senda frá sér plötu. Tríóið mun hafa verið stofnað vorið 1989 og voru meðlimir þess alla tíð þeir sömu, Magnús Sigurðsson banjóleikari, Sverrir Ásmundsson kontrabassaleikari og Þröstur Jóhannesson gítarleikari. Allir þrír sungu. Fljótlega eftir stofnun hófu þeir félagar að leika…

Blái fiðringurinn [1] (1991)

Árið 1991 var starfandi djass- og blússveit sem lék í nokkur skipti á opinberum vettvangi undir nafninu Blái fiðringurinn. Meðlimir sveitarinnr voru þau Magnús Sigurðsson gítarleikari, Árni Björnsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari, Skúli Thoroddsen saxófónleikari og Linda Gísladóttir söngkona.