Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…

SMS tríó [1] (1972-75)

SMS tríó var hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum en hún starfaði á árunum 1972-75. Tríóið var stofnað upp úr Fljóðatríóinu sem var reyndar fyrsta kvennahljómsveit Íslands, en SMS stendur fyrir upphafsstafi meðlima sveitarinnar þau Sigurborgu Einarsdóttur söngvara og gítarleikara, Maríu Einarsdóttur systur hennar sem einnig lék á gítar og söng og svo…

Fljóðatríó [1] (1968-72)

Fljóðatríó (Fljóðatríóið) er ein fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar en hún var starfandi í kringum 1970, um áratugur leið þar til önnur slík sveit leit dagsins ljós hér á landi. Segja má að áföll hafi nokkuð einkennt sögu þessarar tímamótasveitar. Það mun hafa verið Ragnar Bjarnason sem var aðalhvatamaður þess að Fljóðatríóið var stofnað en sveitin var…

Hljómsveit Garðars Jóhannessonar (1945-96)

Garðar Jóhannesson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um langt árabil, allt frá miðjum fimmta áratugnum þegar hann var um tvítugt og allt fram undir lok aldarinnar – lengst var hann þó með hljómsveit í Ingólfscafé. Rétt er að nefna að sveit Garðars er margsinnis ranglega nefnd Hljómsveit Garðars Jóhannssonar í auglýsingum og fjölmiðlum. Fyrsta hljómsveit sem Garðar…