Mexíkó (1975-76)
Hljómsveitin Mexíkó (Mexico), stofnuð síðsumars 1975, starfaði í eitt ár en náði ekki að gera neinar rósir þrátt fyrir að menn gerðu sér vonir um þessa sveit enda var hún skipuð þrautreyndum og góðum hljóðfæraleikurum. Meðlimir sveitarinnar voru Þórður Árnason gítarleikari, Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari, Bjarki Tryggvason bassaleikari og…

