Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] (1976-2010)

Blómlegt barnakórastarf var í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi lengi vel á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Barnakór Mýrarhúsaskóla var líklega stofnaður haustið 1976 og var Hlín Torfadóttir stjórnandi hans lengi vel, undir hennar stjórn söng kórinn á plötunni ABCD sem Sigríður Ella Magnúsdóttir hafði yfirumsjón með ásamt Garðari Cortes og gefin var út í tilefni…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [1] (1968-69)

Barnakór var starfandi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1969 en engar upplýsingar finnast um það kórastarf nema að Margrét Dannheim var stjórnandi kórsins, líklega hafði kórinn verið starfandi um veturinn. Allar frekari upplýsingar um þennan barnakór eru vel þegnar.