Bræðrabandalagið [1] (1988)

Hljómsveitin Bræðrabandalagið (einnig nefnt Bræðralagsbandið) var í raun Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar en hún hlaut þetta nafn tímabundið 1988 þegar sveitin flutti lag Magnúsar, Sólarsömbu í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar. Sólarsamba naut reyndar töluverðra vinsælda og gerir enn, og hefur komið út á fjölda safnplatna í gegnum árin. Meðlimir sveitarinnar voru auk Magnúsar sem lék á hljómborð,…

Galabandið (1997-2000)

Hljómsveitin Galabandið starfaði á árunum 1997-2000 með hléum en söngkona sveitarinnar var Anna Vilhjálmsdóttir og reyndar var sveitin stundum kölluð Hljómsveit Önnu Vilhjálms enda var heimavöllur hennar skemmtistaðurinn Næturgalinn við Smiðjuveg í Kópavogi sem Anna rak í samstarfi við aðra konu – nafn sveitarinnar, Galabandið vísar einmitt til Næturgalans. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og…