Náttfari [2] (1983-86)

Hljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson…

Náttfari [1] (um eða eftir 1930)

Um eða eftir 1930 var starfandi kór á Húsavík undir nafninu Náttfari en hann mun þó ekki hafa verið langlífur. Engar upplýsingar er að finna um Náttfara sem ku hafa verið fremur fámennur kór en meðlimir hans skipuðu síðan kjarnann í Karlakórnum Þrym [2] sem Friðrik A. Friðriksson og fleiri stofnuðu haustið 1933.