Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…