Söngfélag Mountain byggðar (1926-29)

Söngfélag var starfrækt meðal Vestur-Íslendinga í Mountain í Norður-Dakóta sem ýmist var kallað Söngfélag Mountain byggðar eða Mountain söngfélagið. Félagið var starfandi að minnsta kosti á árunum 1926 til 29 og líklega ekki alveg samfellt því starfsemi þess virðist hafa verið að nokkru leyti háð heimsóknum Brynjólfs Þorlákssonar söngkennara sem fór á milli staða á…

Söngfélag Íslendinga á Hallson (1890-92)

Eins og títt var í Íslendingabyggðum vestur í Kanada starfaði söngfélag meðal íslensk-ættaðra landnema á Hallson í Norður Dakóta. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag, hversu lengi það starfaði eða hver var söngstjóri þess en það virðist hafa verið nokkuð áberandi í annars fremur fábrotnu skemmtanahaldi á Hallson á þeim árum,…