Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Nemó (1965-74)

Hljómsveitin Nemó starfaði á Akureyri um árabil á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin er fyrst nefnd í fjölmiðlum vorið 1965 og á fyrstu árunum var oft talað um Nemó kvartett. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nemó en svo virðist sem Númi Adolfsson hafi verið hljómsveitarstjóri á fyrstu árunum. Eins kynni Birgir…