Afmælisbörn 21. janúar 2020

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Tutto bene (1993)

Tutto bene var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði sumarið 1993. Meðlimir sveitarinnar voru söngkonurnar Anna Karen Kristinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir sem þá höfðu sungið með hljómsveitinni Kandís, Grettir Sigurðsson [bassaleikari ?], Baldur Sigurðarson (Ofur Baldur) hljómborðsleikari og James Olsen trommuleikari.

Langbrók (1993-96)

Langbrók var sveitaballaband sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék víða um land fjölbreytilega tónlist og viðhafði ýmsar uppákomur, hvort sem það var á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eða úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og hafði sama kjarnann að mestu á að skipa þann tíma er hún starfaði…