Stuðventlar (1977-78)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðventlar starfaði á árunum 1977 og 78 (mögulega lengur) og lék í nokkur skipti opinberlega, líklega mest sem upphitunarband á sveitaböllum. Meðal Stuðventla sem voru 15-16 ára gamlir, voru þeir Bragi Ólafsson, Friðrik Erlingsson og Ólafur Árni Bjarnason en þeir Bragi og Friðrik áttu síðar eftir að koma við sögu í…

Bacchus [2] (um 1980)

Þeir félagar Bragi Ólafsson og Friðrik Erlingsson (sem síðar voru í Purrki Pillnikk, Sykurmolunum og fleiri sveitum) voru einhverju sinni í hljómsveitinni Bacchus (Bakkus). Þeir hafa líklega leikið á bassa og gítar í sveitinni og allt bendir til að Ólafur Árni Bjarnason (síðar óperusöngvari) hafi verið söngvari sveitarinnar. Ekki liggur fyrir hverjir fleiri skipuðu Bacchus…

Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Demo (1979-81)

Hljómsveitin Demo (Demó) var nokkuð áberandi á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins um það leyti sem pönk- og nýbylgjuæðið reið yfir, sveitin var þó á allt annarri línu en hún lék danstónlist með fusion ívafi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1979 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana við stofnun. Í ársbyrjun 1980 voru hins vegar Einar…