Cupid [1] (1997-98)

Hljómsveit að nafni Cupid starfaði í Mosfellsbænum á árunum 1997 og 98. Sveitin var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari, Egill Hübner söngvari og gítarleikari, Sigurbjörn Ragnarsson bassaleikari og Tumi Þór Jóhannesson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.

Mát (2002-06)

Pöbbatríóið Mát starfaði um skeið í byrjun nýrrar aldar og fór mikinn í ferðum sínum um landsbyggðina þar sem þeir þræddu hvern pöbbinn á fætur öðrum en þeir höfðu fyrst vakið athygli í sjónvarpsþættinum Djúpu lauginni þar sem þeir fluttu Djúpulaugar-lagið, frumsaminn slagara. Það voru þeir Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari og Bolvíkingarnir Hjálmar Friðbergsson söngvari…