Undir áhrifum (1995-96)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit á árunum 1995 og 1996 sem bar heitið Undir áhrifum. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þeir Rúnar [?] söngvari, Ingvar Valgeirsson [?] gítarleikari, Ólafur Hrafn Ólafsson gítarleikari, Ármann Gylfason bassaleikari og Jón Baldvin Árnason trommari. Ingvar hætti fljótlega en nokkru síðar bættist Heimir [?] hljómborðsleikari í sveitina.

Amma Dýrunn (1987-94)

Amma Dýrunn var akureysk hljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar. Amma Dýrunn hlaut nafn sitt vorið 1990 en meðlimir hennar höfðu þá reyndar starfað saman meira og minna frá 1987 undir öðrum nöfnum. Sveitin lék á böllum, einkum norðanlands til sumarsins 1994 eða jafnvel lengur en einhverjar mannabreytingar höfðu…