Afmælisbörn 29. nóvember 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir fagnar sextíu og eins árs afmæli á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Hounds (1967-70)

Unglingahljómsveitin Hounds starfaði í Vestmannaeyjum undir lok sjöunda áratugarins og gerðist reyndar svo fræg að leika uppi á meginlandinu einnig. Hounds var stofnuð árið 1967 og mun hafa gengið undir nafninu Opera í upphafi, meðlimir sveitarinnar voru þeir Birgir Þór Baldvinsson trommuleikari og söngvari, Hafsteinn Ragnarsson gítarleikari, Hafþór Pálmason gítarleikari og Reynir Carl Þorleifsson bassaleikari,…

Hornaflokkur Seyðisfjarðar (1976-77)

Hornaflokkur Seyðisfjarðar starfaði veturinn 1976-77 undir stjórn Gylfa Gunnarssonar sem þá var skólastjóri tónlistarskólans á Seyðisfirði. Engar frekari upplýsingar er að finna um starfsemi sveitarinnar, þó liggur fyrir að þeir Magnús Einarsson, Ólafur Már Sigurðsson og Gísli Blöndal voru meðal meðlima hennar og að sveitin lék ásamt fleirum á jólatónleikum í bænum. Glatkistan óskar eftir…

Stemma [1] (1977-78)

Á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar starfaði danshljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Stemma. Sveitin mun hafa leikið talsvert á dansleikjum, að minnsta kosti veturinn 1977-78 og um sumarið 1978 – ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfstíma sveitarinnar nema að hún kom aftur saman árið 1995 í tilefni af aldarafmæli Seyðisfjarðar kaupstaðar. Meðlimir Stemmu…

Valsbandið (1991-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Valsbandið starfaði á tíunda áratugnum og skemmti á ýmsum skemmtunum tengdum knattspyrnufélaginu Val. Sveitin kom í fyrsta skipti fram opinberlega 1991 og er hér gert ráð fyrir að hún hafi verið stofnuð sama ár. Meðlimir hennar voru framan af Einar Óskarsson trommuleikari, Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari, Óttar Felix Hauksson gítarleikari, Dýri…