Frostaveturinn mikli 1918 (1968-69)

Veturinn 1968-69 starfaði skólahljómsveit við Menntaskólann að Laugarvatni undir nafninu Frostaveturinn mikli 1918. Meðlimir þessarar sveitar munu hafa verið Guðmundur Benediktsson söngvari og gítarleikari (Mánar o.fl.), Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Örn Ingólfsson [bassaleikari ?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari og Bjarni F. Karlsson trommuleikari. Eins gætu þeir Snorri Ölversson gítarleikari og Þórhallur V. Þorvaldsson bassaleikari…

Yoga (1967-68)

Yoga var skólahljómsveit í Menntaskólanum á Laugarvatni veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Stefánsson trommuleikari, Ólafur Örn Ingólfsson bassaleikari [?], Halldór Gunnarsson hljómborðsleikari (Þokkabót o.fl.) og Sverrir Kristinsson gítarleikari. Félagarnir komu víðs vegar að, af Suðurnesjunum, Vestmannaeyjum og Hveragerði. Raunar var kjarni sveitarinnar nokkurn veginn sá sami alla…

Bóbó Pjeturs og fjölskylda (1969-70)

Hljómsveitin Bóbó Pjeturs og fjölskylda starfaði í Menntaskólanum að Laugarvatni veturinn 1969-70 og var þar eins konar skólahljómsveit. Meðlimir hennar voru Halldór Gunnarsson (síðar Þokkabót), Viðar Jónsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Þórólfur Guðnason og Smári Geirsson, sá síðast taldi var trommuleikari en óljóst er hvaða hlutverki hinir höfðu að gegna í hljómsveitinni.