Paradís [1] (1975-77)
Hljómsveitin Paradís var ein þeirra sveita sem Pétur W. Kristjánsson setti á laggirnar og bar nánast á herðum sér en hún var miðdepill mikillar dramatíkur sem átti sér stað í íslenskri poppsögu um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Forsaga Paradísar var sú að Pétur hafði verið í hljómsveitinni Pelican en sú sveit hafði stefnt á…


