Hljómsveit Ole Östergaard (1955-56)

Danski gítarleikarinn Ole Östergaard bjó lengi á Akranesi en þar starfrækti hann hljómsveitir. Hann hafði t.a.m. verið með strengjahljómsveit vorið 1948 en einnig starfrækti hann um og eftir 1950 hljómsveitina Fjarkann. Nokkru síðar stofnaði hann svo hljómsveit í eigin nafni sem hét einfaldlega Hljómsveit Ole Östergaard en hún starfaði í tvö eða þrjú ár, á…

Hljómsveit Guðmundar Hansen (1957 / 1961)

Færeyingurinn Guðmundur Axel Hansen hafði búið og starfað hér á landi síðan 1944 og leikið á harmonikku með nokkrum hljómsveitum sem flestar ef ekki allar sérhæfðu sig í gömlu dönsunum. Guðmundur starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni hér á landi, reyndar lék hann um nokkurra ára skeið einnig með hljómsveit sem kallaðist JH kvintettinn og…

Hljómsveit Akraness (1941-48)

Hljómsveit Akraness var um margt merkileg sveit en hún var fyrsta starfandi danshljómsveitin á Skaganum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1941 á Akranesi og var í byrjun tríó sem þeir Ingólfur Runólfsson harmonikkuleikari, Eðvarð Friðjónsson harmonikkuleikari og Ásmundur Guðjónsson skipuðu, upphaflega var því um að ræða eins konar harmonikkuhljómsveit sem síðar átti eftir að verða að…

Hawaii tríóið (1952-53)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hawai tríóið en hún starfaði líkast til á Akranesi á árunum 1952-53, hugsanlega lengur. Það munu hafa verið þeir Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Ole Ostergaard trommuleikari og Helga Jónsdóttir sem myndu tríóið, að minnsta kosti þegar þau léku í útvarpsþætti hjá Pétri Péturssyni árið…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G.…