Stormar [1] (1963-69 / 1998-2017)

Bítlasveitin Stormar var líklega fyrsta siglfirska hljómsveitin sem eitthvað lét að sér kveða fyrir utan Gauta en sveitin naut mikilla vinsælda fyrir norðan og gerðist reyndar svo fræg að koma suður og leika fyrir Reykvíkinga og nærsveitunga í Glaumbæ. Tvennar sögur fara af því hvenær Stormar voru stofnaðir, heimildir segja bæði 1963 og 64 en…

Tríó Óla Skans (1997)

Tríó Óla Skans er langt frá því að vera með þekktustu rappsveitum íslenskrar tónlistarsögu en hún skipar þar þó nokkurn sess þar eð hún var að öllum líkindum fyrst sinnar tegundar til að rappa einvörðungu á íslensku. Tríó Óla Skans var líklega stofnuð sérstaklega til að taka þátt í Músíktilraunum Tónabæjar en þar birtist hún…