Sköp (1969)

Hljómsveitin Sköp mun hafa verið skammlíf sveit starfandi innan Menntaskólans við Hamrahlíð á upphafsárum hans, árið 1969. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Aðalsteinn Eiríksson trommuleikari, Ómar Skúlason bassaleikari, Þórður Árnason gítarleikari og Jakob Frímann Magnússon orgelleikari, tveir hinir síðustu urðu síðar auðvitað þekktir Stuðmenn. Söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.) gekk til liðs við Sköp en sveitin…

Combó Þórðar Hall (1969-70)

Combó Þórðar Hall var með allra fyrstu gjörningasveitum hér á landi og því vakti það alltaf mikla eftirtekt þegar sveitin kom fram, hún varð hins vegar skammlíf. Combóið mun hafa verið stofnað síðla árs 1969 og kom fyrst fram á þorrablóti Myndlista- og handíðaskólans í janúar 1970 en meðlimir sveitarinnar voru allir nemar þar. Þeir…