Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Sextett Jóns Sigurðssonar (1967-70)

Sextett Jóns Sigurðssonar starfaði um tæplega þriggja ára skeið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð á skjön við vinsælustu hljómsveitir landsins sem flestar léku bítla- og hippatónlist á þeim tíma, sextettinn þjónaði hins vegar eldri markhópi og naut töluverðra vinsælda. Sveitin var húshljómsveit í Þórscafé, hafði þar tekið við af Lúdó…

Gypsy [1] (1960)

Hljómsveitin Gypsy (stundum ritað Gipsy) starfaði í fáeina mánuði sumarið 1960 á Selfossi, í heimildum er ýmist talað um Gypsy, Gypsy sextett eða Gypsy kvintett. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Gunnar Björgvin Guðmundsson [?], Arnþór Guðnason trommuleikari, Rögnvaldur Árelíusson saxófónleikari, Ásbjörn Österby saxófónleikari, Ormar Þorgrímsson bassaleikari og Donald Rader saxófónleikari.

O.M.O. kvintett (um 1958)

Á Selfossi mun hafa starfað hljómsveit forðum daga undir nafninu O.M.O. kvintett, fyrir liggur að sveitin var starfandi árið 1958 en engar upplýsingar að finna um hversu lengi hún starfaði. Óskað er eftir upplýsingum þess efnis sem og fyrir hvað O.M.O. stendur fyrir. Fjölmargir munu hafa leikið með hljómsveitinni þann tíma er hún starfaði en…