O.M.O. kvintett (?)

O.M.O. kvintett

Á Selfossi mun hafa starfað hljómsveit forðum daga undir nafninu O.M.O. kvintett (OMO kvintett), hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir en eftir nafninu að dæma gæti það hafa verið á sjötta eða sjöunda áratug liðinnar aldar. Óskað er eftir upplýsingum þess efnis sem og fyrir hvað O.M.O. stendur fyrir.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Loftur S. Loftsson [?], Hrólfur Sæmundsson [?], Arnþór Guðnason [?], Ásbjörn Österby [?], Baldur Loftsson [?], Þráinn Kristjánsson [?] og Gunnar B. Guðmundsson [?]. Þessi upptalning gefur sannarlega ekki til kynna að um hafi verið að ræða kvintett en títt var á þeim tíma að söngvarar hljómsveita teldust ekki meðlimir hljómsveita svo giska mætti á hún hafi haft tvo söngvara.