Ormarslónsbræður (um 1930-50)

Bræðurnir Jóhann Óskar og Þorsteinn Pétur Jósefssynir frá Ormarslóni í Þistilfirði voru landsþekktir harmonikkuleikarar á fyrri hluta síðustu aldar en þeir bræður léku á dansleikjum og héldu tónleika víða um land. Jóhann (f. 1911) var öllu þekktari en hann varð fyrstur til að gefa út harmonikkuplötu hér á landi (1933), sú plata var einnig tímamótaverk…

Jóhann Jósefsson frá Ormarslóni (1911-2004)

Jóhann Jósefsson harmonikkuleikari frá Ormarslóni var með þekktustu harmonikkuleikurum sinnar samtíðar og varð fyrstur slíkra til að leika einleik á plötu hérlendis. Jóhann (Óskar) Jósefsson fæddist 1911 á Ormarslóni í Þistilfirði, og bjó þar reyndar bróðurpartinn úr ævi sinni. Hann ólst upp við harmonikkuleik en móðir hans lék gjarnan á böllum í heimabyggð og naut…