Sveinsstaðasextettinn (um 1978)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sveinsstaðasextettinn starfaði á Ólafsvík líklega á árunum 1977-78 eða um það leyti. Meðlimir Sveinsstaðasextettsins voru þau Ísólfur Gylfi Pálmason, Sveinn Þór Elinbergsson [trommuleikari?], Sigurður Elinbergsson [bassaleikari?], Sigurður Kr. Höskuldsson [gítarleikari?], Ævar Guðmundsson, Örn Guðmundsson og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir söngkona en einnig mun Magnús Stefánsson hafa komið við sögu sveitarinnar. Óskað…

Lexía [1] (1971-72)

Hljómsveit var starfandi í Ólafsvík 1971 og 72 undir nafninu Lexía. Upplýsingar um þessa sveit eru fremur takmarkaðar en meðlimir hennar árið 1971 voru Örn Guðmundsson gítarleikari, Sveinn Þór Elingbergsson trommuleikari, Sigurður Egilsson bassaleikari og Valur Höskuldsson söngvari. Lexía var að líkindum skammlíf sveit.