Svartlist (1983)

Árið 1983 var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu hljómsveit sem bar nafnið Svartlist, að öllum líkindum fremur skammlíf sveit. Hún kom fram í fáein skipti um haustið. Meðlimir Svartlistar voru þeir Sigurbjörn Þorbergsson bassaleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Sævar Lúðvíksson söngvari og Örn Sigmundsson gítarleikari. Svo virðist sem Marteinn Bjarnar Þórðarson hafi einnig á einhverjum tímapunkti verið í…

Þrumuvagninn (1981-82)

Sumir vilja meina að hljómsveitin Þrumuvagninn sé fyrsta þungarokksveit íslenskrar tónlistarsögu og líklega má færa nokkuð góð rök fyrir því. Tilurð Þrumuvagnsins er örlítið flókin en hún er í raun sama sveit og Tívolí sem hafði starfað í að minnsta kosti fimm ár við góðan orðstír og m.a.s. gefið út lag sem naut heilmikilla vinsælda…