Mæðusöngvasveit Reykjavíkur (1994-2002)

Mæðusöngvasveit Reykjavíkur eða Mæðusöngvasveitin eins og hún var einnig gjarnan nefnd, gerði garðinn frægan á öldurhúsum borgarinnar um og eftir miðjan síðasta áratug tuttugustu aldarinnar, og reyndar einnig víðs vegar um landsbyggðina. Nafn sveitarinnar kemur upphaflega frá leikaranum Flosa Ólafssyni en í því felst augljós skírskotun til blústónlistar sem var sú tónlist sem sveitin kenndi…

Mary Poppins (1997-2000)

Hljómsveitin Mary Poppins var eins konar fjarskyldur ættingi hljómsveitanna Jet Black Joe og Jetz en náði ekki þeim hæðum sem að minnsta kosti fyrrnefnda sveitin náði. Sveitin sendi þó frá sér smáskífu og breiðskífu í kringum aldamótin. Gunnar Bjarni Ragnarsson hafði notið velgengni sem aðal lagasmiður Jet Black Joe og þegar sögu þeirrar sveitar lauk…

Raybees (1996-97)

Rokkhljómsveitin Raybees kvað sér hljóðs 1996, boðaði frumsamið efni en hvarf í ársbyrjun 1997. Snorri Snorrason söngvari, Örvar Omri Ólafsson gítarleikari, Jón Árnason gítarleikari, Brynjar Brynjólfsson bassaleikari og Óskar Ingi Gíslason trommuleikari skipuðu Raybees.