Hljómsveit Eddu Levy (1969-70)

Hljómsveit Eddu Levy starfaði um eins árs skeið á árunum 1969 og 70, og kom þá nokkuð víða við á fremur stuttum tíma. Sveitin var stofnuð síðla árs 1969 og var hún í upphafi skipuð þeim Eddu Stefaníu Levy söngkonu og Guðlaugi Pálssyni trommuleikara (sem áður höfðu starfað saman í hljómsveitinni Astró), Óskari Kristjánssyni bassaleikara,…

B.J. kvintettinn (1970-80)

B.J. kvintettinn starfaði um og upp úr 1970 og var um tíma húshljómsveit í Þórscafé, hún mun hafa verið einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Sóló og lék töluvert einnig á Keflavíkurflugvelli en þar var skilyrði (einkum í Rockville) að söngkonur væru í sveitinni og því sungu söngkonur eins og Mjöll Hólm, Helga Sigþórsdóttir og sjálfsagt fleiri…

Öldurót [1] (1972-73)

Öldurót var skammlíf hljómsveit sem spilaði fjölbreytta tónlist á veitingahúsum borgarinnar Sveitin var stofnuð haustið 1972 og þá sem tríó, meðlimir Ölduróts voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Óskar Kristjánsson bassaleikari. Kristinn Valdimarsson orgelleikari bættist í hópinn eftir áramótin og þannig var sveitin skipuð a.m.k. til hausts en þá virðist hún hafa hætt…