Ósómi (1982)
Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Ósóma enda mun hún hafa verið skammlíf sveit og e.t.v. ekki spilað opinberlega utan þess er hún kom fram á Risarokk tónleikunum sem haldnir voru í Laugardalshöllinni haustið 1982. Ósómi hafði að geyma meðlimi úr pönksveitunum Q4U og Sjálfsfróun en sveitirnar tvær höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk…
