Hinir [1] (um 1970?)

Hljómsveit sem bar nafnið Hinir var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu (hugsanlega Kópavogi) fyrir margt löngu og miðað við þá spilafélaga sem þar komu við sögu gæti sveitin hafa starfað um eða upp úr 1970. Meðlimir Hinna voru þeir Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Már Zóphaníasson [?], Ari Kristinsson orgelleikari, Eyþór [Guðmundur Jónsson?] og Sigþór Hermannsson [?]. Allar…

Flamingo [2] (1966-67)

Hljómsveit sem bar nafnið Flamingo (einnig nefnd Flamingos og var t.d. oft auglýst undir því nafni) starfaði í Kópavogi á árunum 1966 og 67, og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Heimildir eru af skornum skammti um Flamingo en fyrir liggur að Björgvin Gíslason gítarleikari og Páll Eyvindsson bassaleikari voru meðal meðlima sveitarinnar, upplýsingar vantar um…

Tjáning (1969-70)

Hljómsveitin Tjáning var afar skammlíf sveit starfandi rétt yfir áramótin 1969-70. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Zoo Ltd. en breytti nafni sínu í Tjáningu í desember 1969. Þá voru í sveitinni Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Sigþór Hermannsson gítar- og saxófónleikari. Þorgils Baldursson gítar- og munnhörpuleikari gekk svo til liðs við sveitina…

Acropolis (1970-72)

Hljómsveitin Acropolis (var kölluð Ítök í blábyrjun) var sjö manna sveit sem innihélt m.a. blásara, stofnuð upp úr Tárinu og Tjáningu um áramótin 1969/70. Margir efuðust um að svo fjölmennt band borgaði sig á sama tíma og sveitir með færri meðlimum kvörtuðu undan því lítið væri til skiptanna, þeir Acropolis menn létu slíkt sem vind…