Afmælisbörn 18. janúar 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og sjö ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Edrú (1990)

Hljómsveitin Edrú var skipuð nokkrum meðlimum úr Lækjarskóla og var nokkuð öflug á tónleikasviðinu 1990, sveitin gæti þó hafa verið stofnuð nokkru fyrr. Sveitarinnar verður líklega fyrst og fremst minnst fyrir að vera fyrsta bandið sem Páll Rósinkranz var söngvari í en ekki er kunnugt um aðra meðlimi sveitarinnar. Edrú starfaði til áramóta 1990-91 en…

Nirvana (1991)

Hafnfirska hljómsveitin Nirvana var starfandi upp úr 1990 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1991, komst þar m.a.s. í úrslit. Þekktastur meðlima sveitarinnar var Páll Rósinkrans Óskarsson söngvari (síðar í Jet Black Joe) en aðrir meðlimir voru þeir Gísli Sigurjónsson gítarleikari, Vilhjálmur Gissurarson trommuleikari, Bogi Leiknisson bassaleikari og Valdimar Gunnarsson gítarleikari. Sagan segir að um…