Hljómsveit Villa Valla (1950-2014)

Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) rakari á Ísafirði starfrækti fjölda hljómsveita frá því um miðja síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar, og skipta meðspilarar hans tugum í þeim sveitum. Sveitir Villa Valla hafa verið allt frá tríóum og upp í sjö manna bönd en oftast var um kvartetta að ræða, ekki er…

BG og Ingibjörg (1955-95)

Þegar talað er um hljómsveitina BG og Ingibjörgu frá Ísafirði er eiginlega um að ræða nokkrar sveitir, allar þó undir stjórn Baldurs Geirmundssonar, starfandi um fjörutíu ára skeið. Upphafið má rekja til tríósins BKB sem ku hafa verið fyrsta hljómsveitin sem Baldur starfrækti. Það var nokkru fyrir 1960, líklega um miðjan sjötta áratuginn. Upphaflegu meðlimir…