H.H. kvintett (1961-65)

Á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfrækt af ungum mönnum sem flestir voru innan við tvítugt hljómsveit á Akureyri sem bar heitið H.H. kvintett (og reyndar síðar H.H. kvartett) en sveitin var lengi húshljómsveit á Hótel KEA auk þess sem hún lék víða um norðanvert landið á dansleikjum s.s. í Vaglaskógi um verslunarmannahelgar,…

Jóna sterka (1996-98)

Á Akureyri var um skeið starfrækt dixielandsveit undir nafninu Jóna sterka. Skýringin á nafni sveitarinnar hafa ekki fengist en hún starfaði allavega á árunum 1996-98. Meðlimir Jónu sterku voru Reynir Jónsson klarinettuleikari, Þorsteinn Kjartansson tenór saxófónleikari, Atli Guðlaugsson trompetleikari, Guðlaugur Baldursson básúnuleikari, Heimir Ingimarsson túbuleikari, Gunnar H. Jónsson banjóleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Karl Petersen…

Reynir Jónasson (1932-)

Reynir Jónasson er þekktastur fyrir leikni sína á harmonikkuna enda hefur hann gefið út þrjár sólóplötur með harmonikkuleik, hann á þó mun fjölbreytilegri tónlistarferil að baki sem organisti og margt fleira. Reynir (f. 1932) er fæddur og uppalinn á Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, og eins og víða á heimilum voru til hljóðfæri á æskuheimili…