Ringulreið [1] (1973-77)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Ringulreið sem starfaði á Höfn í Hornafirði á áttunda áratug liðinnar aldar. Ártalið 1973-77 er einungis ágiskun út frá þeim heimildum sem tiltækar eru. Haukur Þorvaldsson (Ómar o.fl.) var hugsanlega viðloðandi Ringulreið en annars eru allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar vel þegnar sem og tilurð hennar almennt.

Ringulreið [2] (1983)

Hljómsveit með þessu nafni ku hafa verið starfrækt við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 1983. Um líkt leyti var leiksmiðja starfandi í skólanum undir sama nafni og gæti hafa valdið ruglingi en ekkert bendir þó til annars en að sveitin hafi verið starfandi.

Ringulreið [3] (2013-14)

Hljómsveit ungra nemenda í Seljaskóla, hugsanlega á aldrinum tíu til tólf ára, var starfrækt 2013 og 14. Allar upplýsingar um meðlimi hennar og annað sem skiptir máli, eru vel þegnar.