Halldór Fannar [2] (1950-96)

Halldór Fannar Ellertsson (f. 1950) vakti snemma athygli fyrir tónlistarhæfileika í heimabyggð sinni fyrir vestan, lék á orgel og var ungur kominn í hljómsveitina Röðla sem spilaði m.a. á héraðsmótum vestanlands. Hann var einnig um tíma í Straumum, Roof tops og Örnum en gerði þar stuttan stans. Halldór Fannar varð óreglumaður, stundaði sjómennsku og önnur…

Röðlar (1965-66)

Hljómsveitin Röðlar starfaði 1965-66 og var skipuð ungum hljóðfæraleikurum, líklega úr Dölunum eða nærsveitum. Sveitin spilaði nokkuð á héraðsmótum á sumrin á vestanverðu landinu og Vestfjörðum. Halldór Fannar Ellertsson (Roof tops, Fjötrar o.fl.) var í þessari sveit en ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir aðrir skipuðu hana.