Afmælisbörn 2. september 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er áttatíu og fjögurra ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað…

Hún andar (1992-95)

Hljómsveitin Hún andar var töluvert þekkt stærð í neðanjarðarsenunni á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin kom frá Akureyri, lék stöku sinnum sunnan heiða en mest á heimaslóðum fyrir norðan. Hún andar var stofnuð snemma sumars 1992 og var skipuð þremur meðlimum hljómsveitarinnar Lost sem hafði starfað á Akureyri fáeinum árum fyrr, það voru þeir…

Hrafnar [2] (1990-91)

Rokksveitin Hrafnar starfaði á Akureyri um eins árs skeið í byrjun níunda áratugarins en um var að ræða tríó ungra tónlistarmanna sem tóku virkan þátt í þeirri grósku sem þá var í gangi í norðlensku rokki. Meðlimir Hrafna voru þeir Hans Wium bassaleikari, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson trommuleikari (Rögnvaldur gáfaði) og Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari.…

Afmælisbörn 2. september 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er áttatíu og þriggja gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað kórnum…

Hittumst í himnaríki (1992)

Upplýsingar um norðlenska rokksveit sem bar nafnið Hittumst í helvíti eru af skornum skammti en þessi sveit var starfandi árið 1992 á Akureyri og innihélt m.a. fóstbræðurna Rögnvald Braga Rögnvaldsson [bassaleikara?] og Kristján Pétur Sigurðsson [söngvara?]. Ekki er vitað um aðra meðlimi og er því óskað eftir þeim sem og um hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Afmælisbörn 2. september 2023

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er áttatíu og tveggja gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað kórnum…

Sýkklarnir (1981-83)

Hljómsveit frá Akureyri sem gekk undir nafninu Sýkklarnir markar tímamót að nokkru leyti í norðlensku tónlistarlífi en hún innihélt tvö síðar þekkta tónlistarmenn sem hófu feril sinn innan hennar. Reyndar er rithátturinn Sýkklarnir misvísandi því nafn sveitarinnar hefur verið ritað með ýmsum öðrum hætti s.s. Sýklarnir, Sýkkklarnir, Zýklarnir, Zýkklarnir og Zýkkklarnir – Sýkklarnir er hér…

Afmælisbörn 2. september 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er áttatíu og eins árs gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað…

Skurður (1992)

Hljómsveit sem bar nafnið Skurður starfaði á Akureyri vorið 1992 og var að öllum líkindum skammlíf sveit. Sveitin sem var líklega rokkband kom fram að minnsta kosti einu sinni á tónleikum og voru meðlimir hennar þá þeir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Kristinn Þeyr Magnússon söngvari, Magnús Rúnar Magnússon trommuleikari og Baldvin Ringsted Vignisson gítarleikari.

Fugl (1990)

Hljómsveitin Fugl virðist hafa verið skammlíf sveit starfrækt á Akureyri vorið 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Siggi [?] gítarleikari og Gummi [?] trommuleikari. Upplýsingar óskast um þau föðurnöfn sem vantar.