Hross í haga með gras í maga og rafmagnsgirðing allt í kring (1983-87)

Hljómsveit frá Egilsstöðum fær þann heiður að bera eitt frumlegasta nafn fyrr og síðar en það var Hross í haga með gras í maga og rafmagnsgirðing allt í kring, í daglegu tali var sveitin þó iðulega bara nefnd Hross í haga. Heimildir eru örlítið misvísandi um starfstíma sveitarinnar, hún er bæði sögð hafa starfað 1983-85…

Steinblóm [3] (1981-82)

Hljómsveitin Steinblóm (hin þriðja) starfaði á Héraði veturinn 1981-82. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Vignisson bassaleikari, Gissur Kristjánsson gítarleikari, Rögnvaldur Jónsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Stefán Ó. Stefánsson söngvari og Ármann Einarsson saxófónleikari. Sveitin gekk einhvern hluta líftíma síns undir nafninu Rimma.