Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Saxon [1] (1960)

Saxon úr Keflavík var skammlíf útgáfa af Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, og starfaði í fáeina mánuði árið 1960. Hljómsveit þessi hafði starfað í nokkur ár í Keflavík undir nafni stjórnandans, Guðmundar Ingólfssonar frá Vestmannaeyjum, en þegar Þórir Baldursson píanóleikari sveitarinnar tók við stjórn hennar sumarið 1960 var ákveðið að breyta um nafn og kom þá nafnið…

Saxon [2] (1966-67)

Litlar sem engar heimildir er að finna um hljómsveitina Saxon en hún var starfrækt í Hafnarfirði 1966-67. Sveitin lék nokkuð á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar, að öllum líkindum var þó Dýri Guðmundsson í henni.