Hate [2] (1997)

Hljómsveitin Hate frá Akureyri var skammlíf sveit eða öllu heldur sveit sem um tíma hafði gengið undir nafninu Stonehenge og átti eftir að taka upp nafnið Shiva. Hate nafnið mun einungis hafa verið notað í skamman tíma haustið 1997 og lék hún undir því nafni einu sinni sunnan heiða áður en hún varð að Shiva.…

Stonehenge (1995-97)

Hljómsveitin Stonehenge var frá Akureyri og starfaði um tveggja ára skeið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir því nafni áður en því var breytt í Shiva. Sveitin gekk einnig um tíma undir nöfnunum Minefield og Hate en Stonehenge varð alltaf aftur ofan á. Stonehenge var thrashmetal-sveit stofnuð haustið 1995 og voru meðlimir hennar í…

Shiva (1997-2000)

Hljómsveitin Shiva starfaði undir lok síðustu aldar og fram á nýja öld, á Akureyri. Shiva var stofnuð 1997 og voru meðlimir hennar þeir Kristján B. Heiðarsson trommuleikari, Lúðvík Aðalsteinn Þorsteinsson bassaleikari, Hlynur Örn Zophoníasson söngvari og gítarleikari og Viðar Sigmundsson gítarleikari. Tónlist sveitarinnar myndi flokkast undir thrashmetal, jafnvel síð-thrashmetal. Sveitin reyndi að koma sér á…