Vímulaus æska [2] (1988-89)

Hljómsveitin Vímulaus æska var tengd samnefndum forvarnarsamtökum með þeim hætti að foreldri eins meðlima sveitarinnar var virkur í stjórn samtakanna. Vímulaus æska var stofnuð árið 1988 og starfaði í um rúmlega ár, sveitin lék m.a. á bindindismótinu í Galtalæk. Meðlimir Vímulausrar æsku voru þeir Svanur Jónsson hljómborðsleikari, Þór Sigurðsson hljómborðsleikari, Ólafur Rafnsson söngvari og trommuleikari…

Siggi hennar Önnu (1992)

Reykvíska hljómsveitin Siggi hennar Önnu var starfandi 1990 og tók það árið þátt í Músíktilraunum. Sveitin var þar skipuð þeim Siggeiri Kolbeinssyni bassaleikara, Garðari Hinrikssyni söngvara, Bjarka Rafn Guðmundssyni trommuleikara, Þór Sigurðssyni hljómborðsleikara og Baldvini [?] gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.