Hrókur alls fagnaðar (um 1990-2016)

Hrókur alls fagnaðar var heiti eins manns hljómsveitar Sighvats Sveinssonar sem hann starfrækti allt frá því um 1990 og fram yfir miðjan annan áratug 21. aldarinnar. Sighvatur var þar iðulega vopnaður gítar, hljómborðsskemmtara og harmonikku. Sighvatur hafði einmitt starfrækt tríó frá því á áttunda áratugnum sem gekk undir nafninu Hrókar alls fagnaðar en gekk í…

Hrókar [3] (1973-94)

Tríóið Hrókar starfaði í um tvo áratugi og sérhæfði sig í spilamennsku tengdri einkasamkvæmum s.s. árshátíðum og þorrablótum og verður kannski helst minnst fyrir að spila hjá átthagafélögum, ekki er víst að sveitin hafi starfað alveg samfleytt en erfitt er að finna upplýsingar um sveitina þar sem hún svo oft í einkasamkvæmum. Sveitin var stofnuð…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…