Sigtún [tónlistartengdur staður] (1963-86)

Skemmtistaðurinn Sigtún starfaði í á þriðja áratug á síðari hluta síðustu aldar og var vinsæll meðal ungs fólk, Sigmar Pétursson veitingamaður rak staðinn á tveimur stöðum, fyrst við Austurvöll og síðar á Suðurlandsbrautinni, hann fylgdist vel með nýjungum erlendis og var fljótur að tileinka sér slíka hluti. Sigmar hafði rekið Breiðfirðingabúð um nokkurra ára skeið…

Sigmar Pétursson [annað] (1922-88)

Sigmar Pétursson telst seint til tónlistarmanna þótt vissulega hafi hann eitthvað leikið á harmónikku en hann var hins vegar umsvifamikill í skemmtanalífi Reykvíkinga um árabil og var iðulega kallaður Sigmar í Sigtúni. Sigmar Stefán Pétursson var fæddur (1922) og uppalinn á bænum Ásunnarstöðum í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, nam við Héraðsskólann á Eiðum og síðar Bændaskólann…