Hver sagði skál? (1989-92)

Hljómsveitin Hver sagði skál? starfaði innan Menntaskólans að Laugarvatni um þriggja ára skeið, á árunum 1989 til 1992. Sveitina skipuðu þeir Hjörtur Freyr Vigfússon söngvari og gítarleikari, Svanur Þór Karlsson trommuleikari, Sigurður Már Gunnarsson bassaleikari og Sigmundur Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Á einhverjum tímapunkti voru þeir Steinþór Eiríksson og Valdimar Steinar Einarsson starfandi söngvarar hljómsveitarinnar og um…

Undir tunglinu (1991-94)

Undir tunglinu var danshljómsveit, starfandi í Grindavík í nokkur ár en sveitin gerði nokkuð út á ballmarkaðinn og kom frá sér einu útgefnu lagi. Undir tunglinu var stofnuð á fyrri hluta ársins 1991, ekki liggur fyrir hverjir stofnfélagar sveitarinnar voru en 1992 voru meðlimir hennar Almar Þór Sveinsson bassaleikari, Guðmundur Jónsson trommuleikari, Helgi Fr. Georgsson…

Dægurlagakombóið (1994-)

Dægurlagakombóið var og er svolítið sérstök hljómsveit að því leyti að skipan hennar er sjaldnast sú sama. Ástæðan er sú að upphaflega var hún sett saman fyrir eitthvert eitt gigg árið 1994 sem heppnaðist vel, og í kjölfarið var sveitin bókuð á annað gigg þar sem aðrir hlupu í skarð þeirra sem forfölluðust. Þannig gekk…