Hljómsveit Siggu Guðna (2004)

Söngkonan Sigga Guðna (Sigríður Guðnadóttir) kom fram með eigin hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Siggu Guðna á fjölskylduskemmtun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum síðla sumars 2004. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan, hvort hún var sett saman fyrir þessa einu uppákomu eða hvort hún á sér lengri sögu en óskað er…

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1991-)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var stofnaður árið 1991 og hefur veriðr starfræktur líklega nokkuð samfellt við grunnskólann í bænum síðan þá. Það var líklega að frumkvæði tónlistarkennarans Robert Darling sem kórinn var stofnaður 1991 og var hann stjórnandi hans á fyrstu starfsárunum en þar kom einnig við sögu Ester Hjartardóttir. Robert var við stjórvölinn til…

Rask [2] (1993-94)

Hljómsveitin Rask vakti nokkra athygli um miðbik tíunda áratugarins fyrir vasklega framgöngu á böllum og lög sem komu út á safnplötum, sveitin boðaði breiðskífu sem aldrei kom þó út. Rask var líklega stofnuð 1993 og skartaði söngkonunni Sigríði Guðnadóttur sem þá hafði nýlega vakið mikla athygli fyrir lagið Freedom sem hún flutti ásamt Jet Black…