Bláklukkur [2] (1978)

Hljómsveitin Bláklukkur (einnig nefnd Bítlahljómsveitin Bláklukkur) var angi af líflegu og öflugu starfi Íslendinga í Kaupmannahöfn á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var nátengd hinum goðsagnarkenndu Kamarorghestum en meðlimir sveitarinnar voru Benóný Ægisson, Björgúlfur Egilsson, Ólafur Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir, Sigurður Einarsson og Stefán Ásgrímsson. Eflaust komu fleiri við sögu sveitarinnar.

Kjarabót [1] (1978-80)

Söngsveitin Kjarabót starfaði um tveggja ára skeið, stofnaður vorið 1978 og starfaði fram eftir sumri 1980. Lengi vel bar hópurinn ekkert nafn og var því iðulega kallaður Nafnlausi sönghópurinn en nafnið Kjarabót kom til sögunnar í febrúar 1979. Fjöldi söngvara (og hljóðfæraleikara) var eitthvað á reiki en yfirleitt voru tíu til tólf manns í hópnum.…