Afmælisbörn 15. mars 2025

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Hljómsveit Sigrúnar Grendal (1996)

Vorið 1996 fór sönghópurinn Móðir Jörð um höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina með tónleikaröð en með hópnum lék tríó sem kennt var við píanóleikara hennar Sigrúnar Grendal, meðlimir sveitarinnar voru auk Sigrúnar þeir Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Jón Steinþórsson (Jón skuggi) bassaleikari. Sveitin virðist eingöngu hafa starfað í tengslum við þessa tónleika Móður Jarðar.

Góðir í boði (2001-02)

Góðir í boði var söngkvartett karla, stofnaður 2001. Hann var skipaður þeim Birni Björnssyni, Ólafi M. Magnússyni, Sævari S. Kristinssyni og Hirti Gústavssyni. Líftími kvartettsins varð ekki langur, aðeins eitt ár, en árið 2002 var kórinn Raddbandafélag Reykjavíkur stofnaður upp úr kvartettnum, Góðir í boði náði þó að fara í söngferðalag til Ítalíu á þessu…