Senjórítukórinn (1995-)

Innan Kvennakórs Reykjavíkur starfaði lengi kór eldri kvenna undir nafninu Senjórítukór Kvennakórs Reykjavíkur, síðar fékk hann nafnið Senjórítukórinn, varð sjálfstæð eining og starfar enn. Kvennakór Reykjavíkur hafði verið starfandi frá árinu 1993 og þegar nokkrar kvennanna voru komnar á þann aldur haustið 1995 að raddir þeirra voru að breytast og hentuðu ekki lengur kórnum stofnaði…

Frændkórinn (1991-2004)

Frændkórinn var um margt merkilegur kór en hann var eins og nafn hans gefur til kynna kór sem eingöngu var skipaður venslafólki. Hann starfaði í hartnær fimmtán ár og sendi frá sér eina plötu. Kórinn sem var blandaður mun hafa verið stofnaður sumarið 1991 í tengslum við ættarmót afkomenda hjónanna Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur…