Hreyfilskórinn [2] (1993-98)

Hreyfilskórinn hinn síðari, einnig nefndur Kvennakór Hreyfils starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum og var eins og síðarnefnda heitið gefur til kynna, kvennakór. Hreyfilskórinn, sem var stofnaður haustið 1993, söng undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur frá upphafi og til árins 1997 en þá tók Sigurður Bragason við söngstjórninni, hann virðist hafa stjórnað kórnum í…

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir (1936-2006)

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir var kórstjórnandi, laga- og textahöfundur, útsetjari og hljóðfæraleikari sem ekki fór mikið fyrir en hún áorkaði þó heilmiklu í tónlistarstarfi fyrir eldri borgara landsins, hún sendi frá sér plötu með frumsömdu efni þegar hún var komin fast að sjötugu. Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir fæddist á Ormarslóni í Þistilfirði vorið 1936 og þaðan hefur…

Þaulæfð (um 1955-60)

Hljómsveit var lengi starfandi á Raufarhöfn á sjötta áratug síðustu aldar undir nafninu Þaulæfð eða jafnvel Þaulæfðir. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi sveitin starfaði  en margir höfðu þar viðkomu um lengri eða skemmri tíma. Sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum á Sléttu og var vafalaust ómissandi þáttur í skemmtanalífinu á síldarárunum. Staðfest er að Sigurbjörg…